Þessi reynsla er kanski ekki mikið en ég vildi hafa hana hér sem dæmi um hverslags svertingar fólk getur orðið fyrir og má búast við að sumir lendi í því að svona hlutir gangi mun lengra og þá í formi kæra og meinyrðandi rangburðar. Ég hef sem betur fer ekki lent í svona aðförum ennþá en ég hef auðvitað lent í geðrannsókninni hjá Landspítalanum þar sem eru lognir upp á mig ótrúlegustu hlutir.

Þetta gerðist í desember 2014 þegar ég fór á pöbbarölt með félaga mínum. Ég sat við barborðið og kom þar að einhver gaur ættaður af Akureyri með vinum sínum.

Hann fór eitthvað aðeins að tala við mig og spurði hvort ég væri einhver gaur frá Akureyri, sem ég man ekki hvað átti að heita, þar sem ég var svo líkur honum. Síðan fór hann að segja að þessi gaur væri eiturlyfjasali og barnaperri og að ég væri nauðlíkur honum. Ég auðvitað neitaði því og benti á að ég hafi aldrei búið á Akureyri.

Eftir að hafa hlustað á þetta ákvað ég að kíkja út og fá mér síko. Ekki leið á löngu þar til hann var líka kominn út og fór að ítreka það að ég væri alveg eins og þessi eiturlyfjasali og barnaperri.

Ég svaraði honum að hætta þessu rugli og gékk síðan aftur inn.

Þá hætti hann og fór í burtu. Sem betur fer gekk hann ekki svo langt að halda því fram að ég væri þessu gaur (ef þessi gaur er yfirleitt til) en hann fór eins nálægt því og annars hægt var.

Ég fór að spyrja fólk sem heyrði til hvort þau vissu hver hann væri og hvað hann væri að bulla en sem betur fer var enginn að taka hann alvarlega.

Story Tags