Vissuð þið að það þarf ekkert annað en sykur til að gerja áfengi? Ég hélt alltaf að það þyrfti hveiti eða eitthvað jukk til að gerja en það eina sem þessi aukaefni gera er að búa til bragð. Það eina sem þarf til að búa til áfengi er sykur og ger!

Já það er rétt! Hér þarf engar mörg hundruð þúsunda króna eimingargræjur og reindar held ég að þetta búi til BETRI spíra en nokkur eimingargræja getur gert! Að minnsta kosti betri spíri en ég hef nokkurntíman smakkað.

Venjulega þegar menn tala um að eyma alkohól þá er talað um að hita yfir suðumark alkohóls sem er sirka 78 gráður en samt halda hitanum undir suðumarki vatns sem er 100 gráður. Samt er alltaf þetta smit þar sem vatn og bruggefni gufa upp og þarf þá helst að eyma 2-3 sinnum til að ná góðum spíra. Ef menn vilja góða aðgreiningu þá krefst þetta suðugræja sem geta kostað nokkur hundruð þúsund og eru yfirleitt sérsmíðuð.

En það sem aldrei er talað um er að það er ALLTAF einhver uppgufun í gangi, jafnvel við stofuhita. Það má jafnvel kæla vökvan að frostmarki og SAMT er alltaf smá uppgufun í gangi. Hún er kanski ekki mikil en samt er hún alltaf til staðar.

Þetta er það sem ég vil auglýsa hér!

Það eina sem þarf að gera er að setja sykur og ger í ker, safna uppgufunni og bíða!
Þetta er mjög hægt ferli en samt eftir sirka viku þá er bara komið ágætis magn af mjög sterkum spíra, spíra sem er algerlega laus við allt landabragð!

Þessi aðferð byggir á að ýta gufu úr gerkari yfir í flösku sem stendur í ískáp eða frysti þar sem gufan safnast saman.

Hvaða græjur þarf:
 • 1st Gerkar og Það er nauðsinlegt að gerkarið sé loftþétt svo að svo að loftinu sem er dælt í það fari síðan í flöskuna og ekkert annað. Bíst við að það sé betra að hafa gerkarið flatt og með eins mikið yfirborðsflatamál á vökvanum og hægt er. Annars má búast við að stærra sé bara betra.
 • 1 st flösku: Flaskan sem safnast í má vera hvað sem er, t.d. gosflaska.
 • 3m glærar loftleiðslur (fyrir fiskabúr):. Reindar er hægt að finna svipað í næstu byggingavöruverslun fyrir 50kr meterinn.
 • 1 st loftdæla (fyrir fiskabúr): Ég fann einhverja gamla niðri í bílskúr en geri ráð fyrir að hægt sé að redda einni fyrir 2000 kall einhversstaðar.
 • 1 kg Sykur: Sjálfur hef ég enga reynslu á hvað má nota mikinn sykur og hvort of mikill sykur eða of lítið vatn valdi því einhverntíman að gerið drepst. Fæst í næstu verslun fyrir einhverja hundraðkalla.
 • 1 pakki ger: Hægt að fá brauðger í næstu matvöruverslun fyrir einhverja tíkalla en auðvitað er betra að fara í næstu bruggverslun og redda alvöru sérhæfðu geri fyrir einhverja hundraðkalla.
Uppsetning:
12.03.2016
Yfirlit á uppsetningu
 1. Gerðu 2 göt í gerkrukkuna annarsvegar og 2 göt í flöskutappann hinsvegar. Þessi göt þurfa að vera jafn sver og leiðslurnar. Notaðu helst sílikon byssu til að loftþétta þessi göt eftir að leiðslurnar er komnar í.
 2. Tengdu eina leiðslu úr loftdælunni yfir í gerkarið og láttu hana ná sirka hálfa leið að vökvanum í gerkarinu.
 3. Tengdu aðra leiðslu úr gerkarinu yfir í flöskuna. Hér þarf leiðslan aftur að ná sirka hálfa leið að vökvanum í gerkarinu (spurning hvort sé betra að hafa hana eins nálægt vökvanum og hægt er), síðan þarf hún að ná að botni flöskunar. Samt er betra að loftið sem komi úr þessarri leiðslu búbbli ekki í flöskunni til að loftflæðið sé betra á meðan það er góð fjarlægð á milli inntaksins og úttaksins.
 4. Tengdu síðan leiðslu úr flöskunni í loftinntakið á dælunni. Þessi leiðsla þarf bara að ná stutt í flöskuna.
 5. Settu eitthvað yfir bruggkrukkuna sem útilokar ljós, t.d. tvöfaldan ruslapoka. Þetta hindrar alla þörungamyndun.
 6. Reindu að einangra dæluna svo hún fái ekki utanafkomandi loft, heldur sogi loft úr flöskunni til að viðhalda hringrás á koltvísýringinn. Hér getur þú aftur notað sílikonbyssu til að loftþétta dæluna.
  Hér nota ég reindar bara poka sem ég set dæluna í og loka með teyju. Ég held að það sé alveg nóg þar sem loftið sem dælan ýtir í gerkerið ýtir lofti beint til baka úr flöskunni. Aðalatriðið er að allt annað í kerfinu sé loftþétt.
 7. Hafðu gerkarið og dæluna fyrir ofan flöskuna svo að allur vökvi leki auðveldlega niður á við niður í flöskuna og reindu að hindra að einhver vökvasöfnun verði til í leiðslunum sem hindrar loftflæði (lykillin að þessu kerfi er gott loftflæði).
 8. Hafðu síðan flöskuna á kaldasta staðinn í kælinum (eða betra, frystinum) svo að rakinn þéttist auðveldlega.
 9. Gefðu kerfinu góðan tíma, t.d. 2 vikur til að búa til eitthvað magn sem kalla mætti þess virði að drekka. Eiming við stofuhita er hægvirk aðferð...

 10. Myndir:
  20.02.2016
  Mynd af gerkerinu sem sýnir inntakið stutt og úttakið rétt við yfirborð.

  20.02.2016
  Mynd af flöskunni sem sýnir inntakið niður að botni og úttakið stutt.

  20.02.2016
  Hér er dælan komin í vel bólstraða Piknik dollu svo að hún gefur ekkert hljóð frá sér :)

  Aðrar athugasemdir:
  Þetta kerfi býr til lokaða hringrás sem dælir koltvísýring hring eftir hring án þess að koma með súrefni. Þetta er sagt að sé betra til að hindra að aðrar lífverur (eins og mygla) nái að þrifast í brugginu.

  Álkohól hefur lægri eðlismassa heldur en vatn svo það flýtur upp og einangrar vatnið og önnur efni frá yfirborðinu, og hindrar þar með uppgufun á þeim. Þetta er það sem gerir þessa aðferð betri heldur en nokkrar suðugræja sem setur allan vökvann í uppnám. Þar sem yfirborðið er nær einungis alkohól er uppgufun á vatni og öðrum bruggefnum í lágmarki.

  Koltvísíringur er þyngri en loft svo hann helst niðri við yfirborð vökvans í bruggkarinu svo að á meðan dælan setur ekki gasið í gerkarinu í uppnám þá ætti bruggið að vera algerlega svipt súrefni.

  Það þarf að vera einhver leki einhversstaðar til að hindra að þrystingur myndist. Hjá mér er dælan ekkert sérstaklega vel einangruð heldur bara með poka sem umlykur dæluna, síðan passa ég að einangra allt annað vel svo það sé gott sog í hringrásinni.

  Ég undirstrika! Þessi aðferð er engan vegin nothæf til að framleiða mikið magn af landa en hún gefur frábæra leið til að búa til smá magn til einkanota og þetta litla magn er 100 sinnum betra en nokkur fjöldaframleiddur landi getur nokkurntíman jafnast á við :)

  Skál! :D

Story Tags