Ég vil byrja með smá myndbandi. Þetta myndband er upptaka úr 3 áttum (3D upptaka) af heilastarfssemi fisks: Með að nota svona þrívíða upptöku er ekkert gíðarlegt mál að búa til líkan af heilavirkni sem síðan sýnir hvenær menn eru að rifja upp, skálda og þar með ljúga. Einnig verður hægt að sjá hvernig tilfinningar koma inn í umræðuna t.d. hvað veldur kynferðislegri ögrun, ótta, fyrirlitningu eða hatri.

Þetta efni er algerlega ferskt fyrir mér og get ég því miður ekki stuðst við nein önnur skrif, þó að ég geri ráð fyrir að fullt af fólki hafi velt sér upp úr þessu, en ég vil í þessum skrifum gera grein fyrir ákveðnum þjóðfélagslegu vali og þjóðfélagsvandamálum sem þessi tækni mun óumflýjanlega búa til. Einnig vil ég benda á 2 þjóðfélagslegar stefnur sem greina á milli þessarar tækni sem blessunar eða bölvunar fyrir almennt fólk.

Í fyrsta lagi, höfum engan vafa um mikilvægi þessarar tækni. Hún mun fyrst og fremst gefa þeim sem hafa hana traust gagnframt öðru fólki sem annars mundu mögulega blekkja og skaða þá. Köllum þetta traustgjafa í samvinnusamhengi.

Í öðru lagi vil ég gera greinamun á milli einstefnu og tvístefnu þegar kemur að mælingu heilastarfsemi manna. Í einstefnuformi þá er mælandi sem mælir þann mælda og þá mögulega án staðfestingar á hvort hann sjálfur ætli að valda hinum mælda skaða. Í því fyrirkomulagi er allur möguleiki á því að einhverjir fái mælandur til að valda fölsun niðurstaðna í þeim málum sem mælingin snýst um.
Í tvístefnuformi þá ganga mælingarnar í báðar áttir, og jafnvel í margar áttir, þar sem menn mæla hvorn annan og þarf þá varnagla byggðan á samanburði til að það fari rétt fram. Hér er reint að hindra að fólk noti falsanir mælinga með að tryggja að mælandinn annarsvegar sé ekki að reina að skaða hinn mælda, og hinsvegar að margar mælingargræjur staðfesti að niðurstöður hinna mælingagræjanna séu ekki falsaðar.
Auðvitað er hægt í svona fyrirkomulagi að valda vafa á mælingu og þá veldur það frekar skaða á trausti heldur en sönnun á sekt. Og þetta er reindar lykilatriðið, að þessi tækni sé notuð sem auðafsannanleg sönnun á trausti frekar en auðfalsanleg sönnun á sekt.
Reyndar væri líka hægt að hafa mælingu með samanburði milli margra manna sem með réttum varnöglum væru fyrsti einlægi hópur manna sem er byggður á sannleika síðan misnotkun fólks með skyn gagnframt skynskertu fólki varð alger. T.d. væri hægt að tengja svona tæki í hringi þar sem úttak hvers tækis væri gagnrýndur af einu eða tvemur nærlægum tækjum.

Byrjum bara á stóra dótinu, að aðgreina milli alvelda og lýðræðis:
 • Fyrsti hópur sem mun vilja nota þessa tækni eru valdafíklar í einveldiskerfum og þá meina ég valdafíklar sem munu nota þessa tækni (í einstefnuformi) gagnframt fólki fyrir neðan sig eða almenningi til að gera þau algerlega nakin og að varnarlausum þrælum gagnframt sér (köllum þá guði gagnframt gyðingum). Svona nálgun er auðvitað vandmeðfarin ef þeir vilja ekki fá alla fyrir neðan sig á eftir sér, eða bara hreinlega alla 7 milljarða manna á eftir sér.
 • Undir einveldum með einstefnu-lygamælum þá verða í raun öll einveldiskerfi háð því að nota svona lygamæla til að stjórna fólkinu fyrir neðan sig undir ógnarvaldi þar sem gagnrýnishugsanir verða glæpur. Ef engar alvarlegar gagnrýnishugsanir eru til staðar en samt sé manneskjan ílla liðin, t.d. vegna viðhorfs, þá verður hægt að falsa gagnrýnishugsanir til að dæma viðkomandi fyrir glæpi sem hann framdi ekki.
  Dæmi um einveldiskerfi (eða einveldissinna bak við þau) sem mundu vilja misnota þessa tækni eru kirkjurnar, krúnurnar, ríkið, mafíurnar, herirnir, jafnvel vísindaakademían gæti notað svona tækni til að tryggja blekkingargetu og algera stjórn á nöktum almenningi.
 • Sem sagt allir einveldissinnaðir hagsmunahópar munu vilja misnota þetta ef þeir eru ekki sumir þegar byrjaðir þá því.
 • Hér vil ég ítreka slæmu afleiðingarnar: Valdafíklar og alveldissinnar munu ÖRUGGLEGA ekki láta duga að ráðast á fólk fyrir gagrýnishugsanir, sem þau væntanlega ullu til að byrja með, heldur eru allar líkur á að þau fari að reyna að misnota svona tækni til að ljúga upp á fólk glæpsamlega hluti. Þ.e. þau munu falsa niðurstöður þessara mælinga. Þetta er væntanlega það ógnvænlegasta við þessa tækni þar sem mælingar á hugsunum manna eru falsaðar eftir hentugleika einhverrar elítu. Ég veit ekki hvað meira ég á að segja um það nema kanski að svona hlutir munu bitna mest á fólki sem á það síst skilið en er eitthvað nýtt þar gagnframt valdafíklum, hvað þá guðawannabíum?
 • Samkvæmt sögum um AK og fleiri þá eru skuggastjórnir Bandaríkjanna, Rússlands, Kína og fleiri þegar farnir að nota svona tækni. Þar drulla þau fólk út og gera þau að svörtum sauðum gagnframt öðru fólki, síðan svifta þau fólk öllum mannréttindum, eitra fyrir þeim og ráðast síðan inn á þeirra sál. Svona form árása er auðvitað svo langt yfir strikið að þau dirfast ekki að nota hana opinberlega af ótta við meiriháttar bakslag, enda er þessu sjúki draumur að valdið geri almenning algerlega nakinn gagnframt sér örugg upskrift að þeim djöfullegustu glæpum sem finna má í mannkynssögunni.
 • Í kjölfarið má almenningur búast við að fá yfir sig geðbilun með guðakomplexum sem er svo djöfulleg í aðgreiningu milli guða og gyðinga/guðlinga að hún mun kalla á algera höfnun þar sem öll úrræði eru réttlætanleg gagnframt þessum viðbjóði, aðstandendum þeirra og ættum. Sumir segja að þetta sé þegar búið að gerast innan kirkjunnar gagnfram andlega nöktu fólki, og séu þessi ógeð þegar orðin til í sínum nauðgunarleikjum á þeim, en að nauðgunarleikirnir eigi eftir að breiðast út til allra hinna fyrir tilstilli einstefnukenndra lygamæla.
 • Valdafíklar og mafíur geta væntanlega notað svona tækni til að skaða fólk á innilegri hátt en þau hafa hingað til.

Annar hópur sem mun vilja nota þessa tækni er reyndar almenningur, en þá í tvístefnu eða margstefnuformi, þ.e. niðurstaða mælinga frá þessarri tækni er borin saman við niðurstöðu mælinga frá öðrum aðilum sem koma með sömu tækni. Þessi tækni hefur möguleikann að búa til traustið sem þarf til að gera stærstu þjóðfélagsbyltingu frá upphafi og þá meina ég stærstu viðskipta-, velferðar- og vísindabyltingu sem mannkyn hefur nokkurn tímann séð! Ég er að tala um að gera iðnbyltinguna og upplýsingabyltinguna að prumpi með einangrun þeirra sem vilja samvinnu frá rándýrunum sem vilja misnota. Þetta er auðvitað sú niðurstaða sem ég vil sjá:
 • Almenningur getur haft gríðarlegan hag af því að nota þessa tækni á uppbyggjandi og samfélagslega vegu með réttum varnöglum. Ástæðan er aftur traust.
 • Viðskiptalega séð þá geta menn samið um samstörf sem þeir mundu ekki dirfast að reyna áður undir vantrausti eða dauðahótunum, þeir geta lánað meira í sumum tilfellum eða lagt meira undir ef ákveðnar efasemdir eru fjarlægðar. Einnig munu mun fleiri viðskiptasambönd, hagsmuna- og trúnaðarsambönd verða til á milli manna sem annars mundu ekki hafa þessi sambönd ef vantraust er fjarlægt, og þá meina ég mun mun, mun fleiri.
  Þegar tryggt er að vantraust víkur fyrir sameiginlegum hagsmunum þá verður til stærsta velferðarbylting frá upphafi.
 • Þegar kemur að hjónaböndum og samvistum manna þá er traust alger undirstaða. Hingað til hefur traust verið einhverjar blindar skuldbindingar sem því miður allt of oft bjóða upp á misnotkun og ofbeldi síkópata og guðawannabía sem síðan jafnvel drepa maka sinn. Fólk má jafnvel búast við því að utanafkomandi guðawannabíar leiti þess að eiðileggja þeirra hjónaband. Hér er hægt að tryggja bókstaflega að tveir, eða fleiri, aðilar tali við hvorn annan án þess að blekkja, misnota, svíkja, eða drepa. Hér losnar fólk við þetta lið. Ég veit ekki hversu margir fyrrverandi makar óski þess að hafa haft þessa tækni ef hún væri til staðar en þeir eru eflaust margir.
 • Tvístefnuform á lygamælingum í einveldiskerfum mun valda því að þau einfaldlega breitast í umboð. það verður ekkert svigrúm fyrir fáa menn að ógna mörgum mönnum ef þeir geta ekki einu sinni logið sig til um það.

 • Samkvæmt Biblíunni og öðrum trúarritum þá hefur mannkyn alltaf verið hátt "nöktu" fólki gagnframt sjáandi fólki og reyndar misnotað þau alveg hryllilega, og jafnvel útrýmt þeim í nauðgunarleikjum. Þessi tækni gerir þau alls alls ekki óþörf en gerir öðru fólki kleift að hafa traust á milli sín án þess að finna sig í kappsleikjum með að misnota þau, hvað þá nýðast á þeim eða "móta" þau í einhverri klikkun. Ef fólk finnur sig ekki þurfa að nýðast, hvað þá verða ábyrgt gagnframt nauðgunarglæpum og morðum, á "nöktu" fólki til að lifa þá vona ég að þau geti loksins notið þess sem þetta fólk hefur alltaf haft upp á að bjóða, ásamt því að verðlauna þeim fyrir að deila sinni sál og sínum draumum í stað þess að neiða þau til þess, ásamt því að verlauna þau fyrir að hafa haldið þeim lifandi gegnum aldirnar með sínu takmarkaða trausti. Einnig gerir það misnotkun blekktra manna til að vera misnotaðir til að valda samfélagslegum skaða og ráðast á annað fólk erfiðaðara sem eykur öryggi allra. Kanski er þá ráðrúm til að réttlæta mannréttindi, og bætur, handa þeim líka, á meðan "nakið" fólk sér um þessa tækni sem ég skrifa hér um betur en nokkur getur. Er ekki eftir allt saman tækni mun auðfalsanlegri en óblekkt líf?
 • Þegar kemur að rándýrum þá verður einfaldlega ekkert pláss fyrir þau í nokkru formi af hópum manna sem vilja velferðarsamfélög. Búast má við að þau séu nokkuð stór hluti mannkyns og auðvitað reini að nota svona tækni líka þó að þau muni algerlega hata hana. Auðvitað er hægt að nota svona tækni innan mafía, hera og rándýrahópa til að tryggja samheldni innan þeirra hópa en ég tel að sú samheldni sé nokkurnvegin þegar til staðar og byggist á viðverandi arðráni á þeim sem ég vil hjálpa.
  Reindar vona ég að ég hneiksli ekki neinn með að segja að nokkurnvegin allt mannkyn iðkar rándýraleiki að einhverju leiti en það sem ég vil auglýsa hér er að það eru allar líkur á að meirihluti þeirra finni sig föst í þeim og snúi baki við rándýraleikjum ef í boði er samfélagsleg lausn byggð á sannanlegu trausti sem er óendalega sinnum betra. Sumir eru auðvitað ekki þannig, sumir eru hreinlega eins og einhverjir ofurglæpónar beint úr Marvel og dreyma um guðleg völd yfir mér, þér og öllum í hring um sig. Hvað mun þessi tækni gera fyrir þá? Munu þeir geta notað hana til að samhæfa sín verk á meðan tæknin segir þeim að þeir vilji hvorn annan dauðan? Ég hef mínar efasemdir ;)

Annað mál er aðgreining einkalífs og opinbers lífs.
 • Undir ógnarvaldi einveldiskerfa með lygamæla þá er þetta ekkert flókið, þú hefur ekkert einkalíf.
 • Þú hefur rétt til að vera saklaus rolla og ef þú ert það ekki þá ertu gerður svartur sauður, sem er reindar alls ekkert nýtt fyrir suma.
 • Ef þér gremst yfirvaldið eða atferli þeirra þá ertu svartur sauður,
 • Ef þú kemst að því að fólk í kring um þig er meitt, nauðgað eða drepið þá ertu svartur sauður nema kanski ef þér er skítsama.

En í tilfelli samfélagsreglna á notkun traustgjafa þá þarf að lögbinda í stjórnarskrá góðar reglur á notkun þessarrar tækni.
 • Þessi tækni má alls alls ekki á eingan vegu notast við þráðlaus samskipti og vera helst vera umvafin rafsegul einangrandi efni. Í besta falli eru slíkar mælingar framkvæmdar í helli að minnsta kosti 20m undir yfirborði jarðar
 • Það er ekki hægt að einn eða fáir hafi einkarétt á framleiðslu þessara tækja undir einkaleyfum heldur verður þessi tækni að vera byggð á opnum stöðlum. Þessi tækni þarf að bjóða upp á að nota marga mæla frá mismunandi fólki á sama tíma byggt á opnum stöðlum.
 • Þessi tæki þurfa að geta mælt hvort annað og tekið eftir mismunandi inntaki og úttaki. Í fyrsta lagi þarf auðvitað útgáfunúmer eins og allur hugbúnaður og þurfa tæki að hafa sömu útgáfu, síðan þarf samanburð á inntaki og mundu þau athuga einhvern hluta þess og kvarta ef mismunur fyndist, það er reyndar tilgangslaust að láta þau kanna minni hvors annars þar sem þau væru auðvitað öll svartir kassar með viðmóti. Síðan þarf samanburð á úttaki og niðurstöðum á mælingu og mundu þau aftur kvarta ef misræmi fyndist. Ef allir þessir hlutir smella saman þá hafa menn samstilltan búnað og þar með traust, ef ekki þá ætti að sjást greinilega hvaða kassi hefur misræmi og ef ekki þá hafa menn í besta falli ómarktækt rusl sem sannar ekkert í neina átt.
 • Auðvitað er ennþá til staðar sá möguleiki þar sem saklaus og einangraður maður verður fórnarlamb hóps manna sem síðan nota þessa tækni til að ráðast á hann. En er einhver lausn til handa þeim manni sem ekki ver sig í hópi annarra manna undir sömu ógn
 • Það þarf að virða einkalíf manna. Ef menn vilja ekki vera mældir þá ber auðvitað að virða það í skjóli þess að þar sé ekkert traust. Undir ógnarvaldi þá hafa menn auðvitað engin réttindi þótt að annað sé auglýst, og má búast við huglægum nauðunum þaðan. Þegar trausts er þarft þá láta menn auðvitað mæla sig ef réttar forsendur eru til staðar.
 • Best væri ef þjóðfélög hreinlega banni notkun einstefnumælingar og tryggi að í tilefni opinbers starfsmanns og einstaklings að báðir séu mældir og þá helst með tækjum skaffaðir af hvorum öðrum undir opnum stöðlum.
 • Lokuð einkaleifi á notkun þessarra tækni verður að vera algerlega ólögleg og tilraunir til þess refsiveðrar með fangelsisdómum. Sama verður að eiga við með að einhverjir einn eða fáir taki að sér umsón þessarrar tækni.

Eins og fyrirsögnin segir þá er þetta RFC eða Request For Comments. Mér þætti vænt um að heyra ef einhverjir hafa einhverjar skoðanir á þessu máli. Fyrir ykkur sem kannast ekkert við hugtakið RFC þá er ég yfir fertugt og var þarna þegar netið byrjaði á Íslandi og man vel eftir öllum þeim RFC og FAQs á níunda áratugnum sem síðan áttu stóran þátt í að móta Internetið.
Hver veit, kanski á RFC góðan möguleika á að móta framtíð samfélags manna líka... :/

Story Tags