Tannlæknirinn minn

Í mars 2012 fór ég í tannviðhald hjá tannlækninum mínum Gunillu Skaptasson. Hún hafði verið tannlæknirinn minn í mörg ár og hafði mér þótt hún vandvirk og hóflega verðlögð allt þar til eftirfarandi gerðist. Þessi tími átti að vera hefðbundið eftirlit og hafði ég engar tannskemmdir til að tala um.

Gunilla og aðstoðarkonan hefja skoðun og bendir Gunilla á að það séu smá skemmdir sem þurfi að laga og tók ég undir það.
Aðstoðarkonan spyr hvernig steina eigi að setja í “það”?. Gunilla svarar með bláum og gulum. Ekki skil ég hvaða tannlæknamál þetta á að vera en í daglegu máli þýðir “blue and yellow” sár og aumur.
Síðan hóf Gunilla viðgerðina og boraði hún eilítið á nokkra staði og þóttist setja smá fyllingar í. Þetta var lítil aðgerð og tók aðeins nokkrar mínútur.
Þegar aðgerð var lokið fór hún að spyrja mig aðeins út í mína vinnu hjá Þjóðskjalasafni Íslands og hvað ég gerði. Sagðist ég vera forritari í tímabundinni manntalsvinnu sem hafði verið í gangi þar í smá tíma. Kinkaði hún kolli og tók undir en á dæmandi vegu á meðan hún horfði ákveðið á mig. Hvernig hún vissi að ég ynni hjá safninu hef ég ekki hugmynd um.

Á leiðinni heim var ég þess var að það væru holrými í tönnunum hjá mér sem ég athugaði strax þegar ég kom heim og uppgvötvaði ég að hún hafði ekki fyllt upp í holurnar. Síðan byrjuðu verkirnir.

Eftir þetta þá hætti ég að þora að fara til tannlæknis þykjandi þess fullviss um að það fái enginn að starfa sem tannlæknir á Íslandi án þess að hórast fyrir þetta svokallaða “gamla kerfi”. Taldi ég of mikla hættu á því að tennurnar yrðu skemmdar frekar mundi ég reyna það, svo ég greip á það neyðarráð að laga þær sjálfur í bili með tonnataki og hélt ég sjálfur þessum skemmdum við í rúm 2 ár. Eina skemmdina náði ég þó ekki að vernda almennilega þar sem erfitt var að komast að henni, enda var hún á aftasta jaxli á hægri hlið neðri gómar og kom svartur depill þar sem holan var. Hinar skemmdirnar náði ég að viðhalda vel að mestu en var farið að sjá aðeins á þeim og hafði brotnað aðeins úr einni skemmdinni þegar ég loksins leitaði aftur til tannlæknis.

Reynt að kæra Gunillu Skaptason til Rannsóknarlögreglu

Fór í viðtal, þeir neituðu að skjalfesta skemmdirnar og sögðu mér að leita til tannlæknafélagsins eða landlæknis.

Reynt að kæra Gunillu Skaptason til Tannlæknafélag Íslands

Þann 11 júlí 2013 reyndi ég að kæra þetta atvik til Tannlæknafélags Íslands og senti þeim eftirfarandi bréf:

11.07.2013
Kæra sent til Tannlæknafélags Íslands út af tannlækni.

Staðfestu þeir móttökuna en vegna sumarleifa þá gæti orðið einhver töf þar til í lok ágúst. Síðan gerðist ekkert og þegar ég nálgaðist þá þá ráðlögðu þeir mér að leita til landlæknis.

Reynt að kæra Gunillu Skaptason til Landlæknis

Hér lendi ég einu einu grófasta vanrækslu á æfi minni þar sem þeir drógu lappirnar í heila 6 mánuði, neita að skjalfesta tannskemmdirnar, aðeins til þess eins að koma með svívirðilega niðurstöðu 1. Apríl og halda því fram að mína eigin viðgerðir til að stoppa æpandi tannverk hafi verið ástæðan fyrir skemmdunum!

Þann 30 sep. 2013 senti ég eftirfarandi kæru til landlæknis:

30.09.2013
Kæra sent til Landlæknis út af tannlækni.

Þeir svöruðu mér 10 dögum seinna að þeir þyrftu að fá kæruna á pappír með undirskrift og senti ég þá þeim eftirfarandi bréf með sama efni:

18.10.2013
Kæra sent til Landlæknis út af tannlækni - bls 1.

18.10.2013
Kæra sent til Landlæknis út af tannlækni - bls 2.

Þá svöruðu þeir mér 11 dögum seinna að efni kvörtunar væri ekki nógu skýrt. Þá þurfti ég að endurtaka textann úr bréfinu sem lýsti því hvað hún gerði við mig.

Þann 19 nóv 2013 fékk ég bréf frá Dagrúnu Hálfdánardóttir með staðfestingu á því að þau ætli að taka þetta mál upp og senti ég henni smá þakkarræðu í kjölfarið:

25.11.2013
Senti þakkir til landlæknis fyrir að taka tannlæknamálið upp.

Einnig benti ég á að bæði lögreglan og tannlæknafélagið neituðu að skjalfesta skemmdirnar og ítrekaði ég nauðsin þess að gera það.

Aftur líður vel á annan mánuð og ekkert gerist. Ákvað ég þá að senda eftirfylgni og athuga hvort eitthvað væri að gerast.

16.01.2014
Spurt um stöðu máls hjá landlækni.

Daginn eftir svarar hún mér því að hún hafi sent bréf til mín deginum áður. Furðuleg tilviljun en allt í lagi...

Síðan fékk ég afrit af bréfi hennar til tannlæknisins.

19.11.2013
Afrit af bréfi landlæknis sent til Gunillu út af tannlæknamáli.

19.11.2013
Afrit af bréfi landlæknis sent til Gunillu út af tannlæknamáli (bls 2).


Nokkrum dögum síðar fékk ég aftur afrit af svari Gunillu, sem auðvitað lét eins og hún kæmi af fjöllum, og reyndi ég þá að ýta á að annar tannlæknir væri fenginn til að meta sögu okkar beggja, þ.e. skoða mig auðvitað.

21.01.2014
Reynt að fá mat annars tannlæknis hjá landlækni.

Ég fæ sjálfvirkt svar um að Dagrún sé farin í sumarfrí til 12 ágúst. Takið eftir, bréfið er dagsett 1. jan!

21.01.2014
Sjálfvirkt svar frá landlækni um að Dagrún sé í orðlofi til 12 ágúst.

Ég auðvitað hlusta ekkert á þetta og reyni aftur 12. feb.

12.02.2014
Aftur reynt að hafa samband við landlækni.

Sama dag fæ ég svar þar sem hún afsakar að hafa gleymt mér og segir að landlæknir muni ljúka málinu í þessum mánuði. Ath "þessi" mánuður er febrúar. Ég var auðvitað ekkert sáttur við að málinu yrði lokið án þess að tannskemmdirnar væru skjalfestar og staðfestar af öðrum fagmanni svo ég reyndi að ýta aftur á það.

12.02.2014
Aftur reynt að ýta á að tannskemdirnar séu skjalfestar.

Aftur fæ ég sjálvirk skilaboð um að Dagrún verði frá vinnu í 12 daga.

12.02.2014
Sjálfvirkt svar frá Dagrún að hún verði í burtu í 12 daga.

Síðan líða einn og hálfur mánuður og reyndi ég ítrekað að hringa í Dagrúnu án nokkurs árangurs.

Þann 1. apríl fæ ég bréf frá landlækni með áliti á kæru minni gagnframt Gunnillu Skaptason. Þetta bréf var sláandi rugl þar sem þau viðurkenna að hafa ekki talið þess þörf að leita til utanafkomandi sérfræðings til að skjalfesta tannskemmdirnar og staðfesta mína frásögn og kæru. Þetta þýðir auðvitað ekkert annað en að eyðileggja mín sönnunargögn og mína sönnunargetu á eigin máli. Síðan trompa þau allt með að reyna að kenna líminu sem ég notaði til að stöðva æpandi tannverki um skemmdirnar til að byrja með!
Og ég endurtek! þau draga það að svara mér í 6 vikur til þess eins að dagsetja bréfið 1. apríl!
01.04.2014
Álit landlæknis í tannlæknamálinu - bls 1.

01.04.2014
Álit landlæknis í tannlæknamálinu1 - bls 2.

Eftir að hafa setið á bréfinu í 10 daga í furðu minni ákvað ég loksins að mótmæla niðurstöðunni.

10.04.2014
Svar við áliti landlæknis.

Hún segist ekki geta svarað mínum vangaveltum, heldur því fram að álit landlæknis sé skýrt og rökstutt, kannast ekkert við neinar tilraunir frá mér til að hafa samband við hana og að landlæknir sjái ekki um að staðfesta tannskemmdir.

Ekki sá ég nein rökstudd svör svo ég spyr hana hvar þau væru, undirstrika að landlæknir hafi hafnað staðfestingu á skemmdunum til að koma með þetta rugl og síðan tel ég upp hvenær ég reyndi að hafa samband við hana.
11.04.2014
Aftur spurt um álit, skjalfestingu og afhverju mér var aldrey svarað.

Síðan fæ ég ekkert svar...

Þann 28. apríl reyni ég aftur að hafa samband og í þetta skiptið er ég farinn að vitna í almenn hegningarlög um refsiverð brot opinberra starfsmanna og landráð fyrir að vinna fyrir dönsku krúnuna.

28.04.2014
Aftur reynt að hafa samband við landlækni og vitnað í almenn hegningarlög.

Dagrún kemur með sitt lokasvar...

28.04.2014
Landlæknir með sitt lokasvar.

Reynt að kæra álit landlæknis til rannsóknarlögreglunar

Eftir að móttaka kæruna ákveður saksóknari að ekkert glæpsamlegt hafi átt sér stað

Þann 25 júní ákvað ég að reyna að kæra niðurstöðuna til lögreglunar. Ég mætti í móttöku og bað um viðtal hjá Einari Ásbjörnssyni þar sem ég var vanur að tala við hann en var sagt að hann væri í fríi til miðja júlí, enginn annar var laus í skýrslutöku. Maðurinn var eitthvað hikandi við að búa til kæru úr þessu en tók við gögnum og sagði mér að þeir mundu líta á þetta. Ég ítrekaði mikilvægi þess að skjalfesta þessar skemmdir sem fyrst enda væri farið að skemmast út frá þessu og mig farið að verkja í þetta.
Síðan líður mánuður og ekkert gerist. Ég reyni að hringja í þá upp úr miðjum júli og þá er ekkert mál í kerfinu og ekkert hægt að ná í Einar þrátt fyrir margar tilraunir, ákveð ég þá að senda þeim eftirfarandi rafpóst.
30.07.2014
Reynt að fylgja kæru sem ég afhenti lögreglu út af niðurstöðu landlæknis.

Daginn eftir fékk ég bréf frá Einari þar sem hann spurði um símanúmerið mitt. Ég svaraði því og síðan leið tíminn...
Aftur gerist ekkert og reyni ég að hafa aftur samband en ýlla gengur þar til 15. okt og náði ég í þetta skiptið í hann en hann var upptekinn við skyrslutöku, bað um númerið mitt og ætlaði að hringja í mig aftur.
Þann 20. okt kemst ég í viðtal til Einars þar sem hann senti skjöl til lögfræðideildar lögreglunnar. Þar með talið var bréfið ofangreinda frá mér til hans þar sem ég lista brotin og afrit af niðurstöðu landlæknis.
Ég reini að ná aftur í Einar ítrekað út af gögnunum sem hann senti til lögdeildar en ekkert gengur.
Síðan reyni ég að ítreka þetta með kærubréfi um morðhótun sem ég fékk líka 21. des. Ekkert gerist og þann 20. jan 2015 reyni ég að senda aftur bréf.
20.01.2015
Fylgdi ákærum eftir varðandi landlækni og morðhótun.

Ath, hér vantar afrit að niðurstöðu lögdeildar. Þann 13. apr 2015 Reini ég að ýta á að lögreglan taki aftur upp kæruna varðandi landlækni.
...Á eftir að klára þetta...

Story Tags