Hér er smá lagalegur fyrirvari sem ég hef búið til eftir mína bitru reynslu af hinu opinbera. Þennan fyrirvara set ég aftast í þau bréf þar sem ég vil láta í ljós að ég mun auglýsa valdníðslubrot og aðgerðarleysi sem ég verð fyrir í samskiptum við opinbera starfsmenn.


Lagalegur fyrivari:
Þetta bréf, ásamt öllum öðrum samskiptum í framhaldi, fellur ekki undir trúnaðarmál heldur opin samskipti íslensks ríkisborgara við embætti og starfsmenn þeirra.
Komi í ljós að þessi samskipti sýni fram á brot gegn mér eða öðrum þá áskil ég mér rétt til að deila þeim ásamt öðrum sönnunargögnum með öðru fólki þar til réttlæti er fullnægt.
Öll samskipti eru skráð og geta verið notuð sem sönnunargögn gegn opinberum starfsmönnum sem brjóta almenn hegningarlög eða önnur lög, fremja landráð, iðka valdnýðslu, iðka glæpi gegn mannkyni, eða fremja samsekt eða aðgerðarleysi..


Ég vil endilega undirstrika að fólk sem verður fyrir slíku notist líka við svipaðan fyrirvara og taki upp, afriti, auglýsi og að lokum kæri slík brot miskunnarlaust.

Story Tags