Um daginn rakst ég á vísindagrein sem heldur því fram að hægt sé að nota ákveðið segul-áreiti á miðsvæði framheilans til að minnka trú á Guð.
14.10.2015
Mynd úr vísindagrein um áhrif segulsvið á trúgirni
Í ljósi minna rannsókna á þessum málum þá hljómar eins og þetta heilasvæði sé "andlegur" móttakari huglægra samskipta. Að minnsta kosti tala menn annaðhvort um þetta svæði eða annan kyrtil sem er nær heiladingli sem hið margrómaða 3ja auga.

Síðan sá ég menn auglýsa nýja grein í næsta blaði tímaritsins Lifandi Vísindi þar sem þetta sama svæði er sagt sýna aukna virkni þegar menn ljúga:
22.03.2016
Mynd úr vísindagrein sem auglýsir virkjun hins margrómaða 3ja auga sem sönnun á lygum
Ég spyr mig: Gæti verið að þetta heilasvæði einfaldlega virkist þegar menn verða fyrir þessum margrómuðu andlegum árásum, hvort sem þau kalli sig Guð eður ey???

Ef maður skoðar þá lygamæla sem notaðir hafa verið hingað til, og þá sérstaklega polygraph mælirinn, þá byggja þeir alla lygagreiningu á fáránlega einföldum hlutum eins spennu og svitamyndum í húð. Séu huglæg samskipti raunveruleg, og þar með auðfalsanlegasta form samskipta sem til er á yfirborði jarðar, þá á ekki að vera flókið að sjá það hversu auðvelt er að falsa niðurstöður polygraph mæla með einfaldri hugvörpun á tilfinningum (e. Psychokinesis).

Sú tilhugsun um að andleg hugvörpun geti falsað niðurstöður polygraph mæla er hryllileg, sérstaklega í ljósi þess hversu gríðarlega margir saklausir menn geta þá hafa verið sakfelldir á þessum forsendum.

Þegar litið er til þessarar greinar hjá Lifandi Vísindi þá er æpandi augljóst að hér sé að minnsta kosti verið að auglýsa aðferðarfræði á lygagreiningum sem eru auðfalsanlegar. Sú hugmynd að lygar séu mælanlegar út frá virkni eins heilasvæðis, og þá sérstaklega þessa heilasvæðis, hljómar fáránlega. Sérstaklega þegar haft er í huga að orsakir lyga geta verið margskonar og knúnar af ýmsum ástæðum eins og ótta, misnotkun, stríðni, fyrirlitningu og þar með valdið mjög mismunandi munstri í starfsemi heilans.

Auðvitað þurfa lygamælar sem byggja á heilastarfssemi að styðjast við heilastarfssemi, og þá meina ég út frá flóknu munstri virkjana margra og mismunandi heilasvæða. Ég meina halló???

Story Tags